Grazie Trattoria kynnir Napoli Pizza skólann í samstarfi við Miguel

Miguel hefur starfað á nokkrum af bestu pizzustöðum Evrópu og hefur stýrt námskeiðinu síðastliðin þrjú ár. Námskeiðið er byggt á sýnikennslu þar sem þátttakendur læra að gera alvöru pizzadeig og ítalska pizzusósu, auk þess að læra rétta samsetningu á áleggi, osti og kryddum. Að sýnikennslu lokinni búa nemendur til sína eigin pizzu undir leiðsögn og snæða hana síðan ásamt góðu léttvínsglasi, bjór eða öðrum drykk að eigin vali.

Námskeiðið tekur um einn og hálfan tíma. Nú er bara að mæta og læra að búa til pizzu í hæsta gæðaflokki og njóta stundarinnar með okkur. Verð námskeiðsins er 12.900 kr. – Tilvalin tækifærisgjöf.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja,

Starfsfólk Grazie Trattoria

BÓKA NÚNA