Grazie Trattoria kynnir Napoli Pizza skólann í samstarfi við Fernando

Fernando hefur starfað á nokkrum af beztu pizzastöðum heims, meðal annars með heimsmeistaranum Fabian Martin sem varð heimsmeistari í pizzagerð árið 2014. Námskeiðið er byggt á sýnikennslu þar sem þátttakendur læra að gera alvöru pizzadeig, ítalska pizzasósu ásamt samsetningu áleggs, osta og krydda. Í framhaldi gera nemendur sína eigin pizzu undir leiðsögn og snæða hana síðan ásamt góðu léttvínsglasi, bjór eða öðrum drykkjum.

Námskeiðið tekur um einn og hálfan tíma. Nú er bara að mæta og læra að gera pizzu í hæsta gæðaflokki og njóta með okkur. Verðið á námskeiðinu er 9.900 kr. – Tilvalin tækifærisgjöf

Hlökkum til að sjá ykkur. Kær kveðja, starfsfólk Grazie Trattoria

BÓKA NÚNA