Pastaskóli Grazie Trattoria

Upplifðu pastaskólann undir handleiðslu Zylli en hún hefur verið yfirkokkur á Grazie frá opnun. Hún ólst upp á Norður-Ítalíu þar sem matargerð var stór hluti af daglegu lífi. Frá unga aldri starfaði hún í virtum eldhúsum í Flórens og Feneyjum, ástríðan fyrir ekta ítölskum mat skín í gegn í öllu sem hún gerir.

Dagskrá.

Á þessu skemmtilega námskeiði kynnist þú sögu pastans, mismunandi tegundum og hvaða sósur passa best við hverja tegund. Því næst býrð þú til ferskt ravioli og taliatelle frá grunni í höndunum og pastavél . Pastað er síðan eldað fyrir ykkur og parað með góðri grunn sósu. Í lokin njótum við saman dýrindis máltíðar ásamt ásamt góðum drykkjum.

Verðið er 12.900 krónur á mann.

Við hlökkum til að taka á móti þér.

BÓKA NÚNA